Túristast í Groningen

Ég vil byrja þessa færslu á að óska sætustu litlu frændum okkar, sem urðu 1 árs og 3 ára um helgina, til hamingju með afmælið! Það var pínulítið sárt að geta ekki mætt í útskrift litla bró og afmæli sonar hans á laugardaginn og afmæli hjá systursyni Þóris á sunnudaginn. Þetta er gjaldið sem við þurfum að greiða fyrir að búa í útlöndum.


Við bættum okkur hins vegar upp veisluleysið með því að fá frænku mína og kærasta hennar í heimsókn. Þau eru í námi í Amsterdam og ég vona að þau komist oftar til okkar.
Þrátt fyrir rok og rigningu (mikið var ég fegin að það var enginn fótbolti á laugardaginn) lögðum við í bæjarferð með gestunum og lékum túrista í Groningen. Við sýndum þeim stóra salinn í lestarstöðinni, bænahúsið með læstu hurðinni og kíktum í nokkrar skemmtilegar búðir í Volkingestraat. Við kíktum líka inn í A-kerk, sem er eiginlega ekki notuð sem kirkja lengur, og í Hanza-búðina sem er áföst A-kerk. Að lokum kíktum við inn í hollenska skrípósafnið og urðum að draga börnin þaðan út áður en lokaði. Aðspurður sagði Árni að það hafi ekki verið gaman í skrípósafninu, af því hann fékk ekki tíma til að skoða allt eins vel og hann vildi. Við ákváðum þess vegna að á morgun mun hann njóta haustfrísins með Valda og Iðunni og deginum verður eytt í skrípósafninu.

Eftir góðan dag var haldið heim og skellt í bernaise-kjúlla með helling af salati og gúmmelaði-marengs-berja-rjóma eftirrétt. Mmmm – lekker!

Orðafjöldi: 247


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband