Samsung vs Nokia

Myndavélin í gamla Nokia símanum mínum var orðin ansi þreytt fyrir nokkrum mánuðum síðan. Þar sem ég er yfirleitt ekki með myndavél á mér er síminn aðal tækið sem ég nota til myndatöku og því var þetta afar leiðinlegt. Ég fór því til Vodafone til að endurnýja samninginn minn og fá nýjan síma. Drengurinn hjá Vodafone spurði mig hvað ég vildi að síminn gæti og ég sagði að hann þyrfti að hafa góða myndavél og góða dagbók. Allt annað væri bara auka, fínt að hafa, en ekki nauðsynlegt.

Drengurinn sannfærði mig um að taka Samsung 360 síma – sérstakur Vodafone sími sem átti að geta gert bókstaflega allt. Hmmm...

Til að gera langa sögu stutta var ég hreint ekki ánægð með þennan Samsung – dagbókin virkaði aldrei eins og hún átti að gera og ég get ekki sett neitt auka í símann án þess að það sé í gegnum Vodafone búðina (með tilheyrandi kostnaði) og batteríið tæmdist bara eins og því sýndist (dugði 4 tíma einn daginn, en fór bara niður um eitt strik annan daginn). Svo var þetta óféti líka alltaf að frjósa!

Í gær vaknaði ég við það að ég var að verða of sein í vinnuna: Síminn – í hleðslu – ákvað að slökkva á sér og því vakti hann mig ekki. Öskuill arkaði ég því beinustu leið eftir vinnu upp í Vodafone, talaði við verslunarstjórann og sagði að nú væri ég alveg komin með nóg af þessu drasli. Miðað við glottið á manninum þá kannaðist hann alveg við hvað ég var að segja og með 35 evru greiðslu og ársframlengingu á samningnum mínum gekk ég út með glænýan Nokia C6-00. Allt annað líf!

Og ég get séð dagbókaratriði dagsins á forsíðunni!

Orðafjöldi: 281


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband