Fyrsta skrefið í að snuða Fylki um aðstöðu á Hádegismóum?

Tillaga Fylkismanna um fimleikahús og keppnisvöll í knattspyrnu í Hádegismóum hefur verið að velkjast hjá Reykjavíkurborg í nokkurn tíma. Ekki er mjög langt síðan að forsvarsmenn Borgarinnar lofuðu forsvarsmönnum Fylkis að hugmyndin um aðstöðu í Hádegismóum yrði gerð að veruleika.

Síðan fara nokkrir skriffinnar og pólitíkusar til útlanda og allt í einu er Mest-húsið alveg nógu fínt ofaní þessa "hillbilly" hinumegin við Elliðaárnar. Ef þetta verður að veruleika verður engin hagræðing í formi samnýtingar starfsmanna og aðstöðu með keppnisvellinum. Það er alveg vitað mál að ekki er hægt að byggja frekar upp við Fylkisveg og það þekkja allir sem mæta á völlinn upp í Árbæ að bílastæði eru af skornum skammti.

Af hverju ekki að leyfa íþróttafélögunum að koma sér upp almennilegri aðstöðu?


mbl.is Breytist byggingavöruverslun í fimleikahús?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl Nexa.

Ég tek undir þín orð. Ég mjög hissa á borgarafulltrúum Sjálfstæðismanna sem virðast vera á móti Fylki sem hefur rekið sitt félag með sóma. Ég veit ekki annað enn á síðasta herrakvöldi Fylkis þá komu fyrrverandi borgarstjóri Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson og Björn Ingi Hrafnsson og færðu félaginu stór gjöf og velyrði fyrir bættri aðstöðu. Nú virðist að núverandi borgarstjóri Hanna Birna sé að reyna að eyðileggja þetta virta starf sem Fylkir hefur unnið í gegnum árin.

Nú á hreinlega að valta yfir stjórnendur Fylkis með því að setja iðkendur í verslunarhúsnæði sem hét Mest áður enn það fyrirtæki fór yfir. Það hljóta allir að sjá þetta kostar miklar breytingar og peninga. Fyrir utan þetta er ekki nálægt Félaginu. Þess vegna styð ég uppbyggingu nýrra aðstöðu Fylkismanna að Hádegismóum til framtíðar. Það skal tekið fram að Fylkir hefur ætíð setið á hakanum með fé og aðstöðu frá Reykjavíkurborg sem er henni til vansa.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 27.9.2008 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband