Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
29.10.2008 | 14:16
Mastercard hafði af mér háar upphæðir.
Rétt eins og konan í Barcelona notaði ég mastercard kortið mitt í byrjun október, alveg sambandslaus við Ísland og hafði ekki hugmynd um þær sveiflur sem voru í gangi. Þessi innkaupaferð var nauðsynleg þar sem við vorum búin að fá afhenta íbúðina og þurftum að skella málningu á veggina, plastparketi á gólfin og skápum í herbergin áður en börnin og húsgögnin mættu á svæðið. Dagana 3. og 4. október fórum við skötuhjúin þrisvar í hraðbanka og borguðum eitt stykki bílaleigubíl fyrir innkaupaferðina, samtals gerðu þetta 827 evrur í framkvæmdir helgarinnar.
Einhverra hluta hluta vegna voru þessar færslur, framkvæmdar 3. og 4. október, ekki færðar inn á kortin okkar fyrr en 7. október, daginn sem "reiknað var á vitlausu gengi". Við þurfum því að borga þetta á genginu 225,76, í stað 188,65 sem var gengið 6. október (það var ennþá lægra dagana sem færslurnar voru framkvæmdar).
Mér reiknast til að Borgun hafi stolið af okkur 30.690 krónum!!!Og þá er ég að reikna með að rétt gengi sé frá 6. nóvember, en ekki þriðja eða fjórða nóvember. Þess fyrir utan er "Mastercard-gengið" töluvert hærra hvern einasta dag sem við notuðum kortin skv yfirlitinu en gengið sem er skráð á heimasíðunni þeirra þá daga.
Ég þarf varla að taka það fram að daginn eftir að þeir "löguðu" gengið (úr 237kr í 226kr) og sögðust "taka á sig töluvert gengistap vegna þess" sagði ég upp kortinu mínu og nú liggur það í snifsum á ruslahaugum Hoogezand-Sappemeer.
Mikið getur maður orðið reiður!