Örblogg um dans

Ég hef áður viðurkennt það að hafa gaman að hvers kyns raunveruleikaþáttum. Ég nýti mér dálæti Hollendinga á þessum þáttum og horfi mikið á hollenskar útgáfur enskra og bandarískra hæfileikaþátta, þ.á.m. "So You Think You Can Dance". Litlu elskurnar mína deila þessum áhuga mínum á dansþáttum og ég er farin að taka upp þessa þætti og sýna þeim þegar þau hafa hagað sér einstaklega vel og eru dugleg að fara í náttfötin á kvöldin.

Í gær voru þessar elskur eldsnöggar í náttfötin og komu sér þægilega fyrir upp í sófa til að horfa á dansinn. Eftir fyrstu kjaftatörn kynnanna var ég vinsamlegast beðin um að spóla bara framhjá þessu leiðindafólki og sýna bara skemmtilegu hlutana. Áður en ég vissi af voru þau komin upp að tækinu, rýndu í hreyfingar dansaranna og tóku til við að apa eftir þeim:

 

 

Mér sýnist ég þurfa að fara að taka þessi náttföt hans Árna úr umferð...

 

Þessa færslu vantar 48 orð upp á 200 orðin - enda örblogg...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband