4.7.2007 | 23:50
Þreyta
Ég er búin að vera að vinna í allt kvöld. Smá vandræði með forrit sem ég þarf að nota (Microsoft kjaft...#$%#$&#$$).
Ég er því ekki að nenna að skrifa pistilinn minn núna. Ég er komin með hálfa blaðsíðu í Word af punktum um Lyfjalögin, þ.a. pistillinn á morgun verður líklega um þau. Galdralausnin mín til lækkunar lyfjaverðs verður að bíða betri tíma, en ég lofa pistli um það í þessari viku.
Athugasemdir
Ég nennti ekki að blogga í gær - letin alveg að fara með mig.
Þar að auki ákvað ég að taka vinnutölvuna ekki með mér heim og þar með hafði ég ekki þær upplýsingar sem ég var búin að viða að mér um Lyfjalögin. Reyndar stefndi Lyfjalagapistillinn í algera tæknilega og lögfræðilega langloku og þar sem ég er ekki með neina lögfræðimenntun (utan yfirferð þeirra laga sem viðkoma minni starfsgrein, skyldugrein í skólanum) ákvað ég að frysta þann pistil um óákveðinn tíma.
Ég er reyndar byrjuð á næsta pistli ... uppáhalds viðfangsefnið mitt: Hvernig hægt er að lækka lyfjaverð.
Ég er Nexa og ég er besservisser.
Nexa, 6.7.2007 kl. 19:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.