3.8.2007 | 13:46
Loksins hlýðir maður ljósu
Í dag er formlega síðasti dagurinn minn í vinnu þar til eftir fæðingarorlof.
Ljósan gaf mér smá svip á miðvikudaginn þegar ég lýsti fyrir henni vinnufyrirkomulaginu og Nex sá ástæðu til að leiðrétta aðeins frásögnina. Ég gleymdi nefnilega að minnast á það að ég gleymi stundum að borða hádegismat. Úps! Hún vill líka að ég sofi meira. 8 tímar yfir nóttina mínus pissupásur og veltingur er víst ekki nóg og ég má ekki stilla vekjaraklukkuna. Safna kröftum takk! Hmm... hvað ætli ég hafa mikla þolinmæði fyrir svoleiðis vitleysu? Ætli ég horfi ekki bara á BBC Prime og DVD safnið eins og það leggur sig næstu dagana.
Ég er búin að setja upp könnun til hliðar þar sem "hinum fjölmörgu" lesendum bloggsins er boðið upp á að giska á fæðingardag. Hitti einhver á rétta dagsetningu fær sá hinn sami mynd af dömunni og titilinn heiðursfrænka/heiðursfrændi.
Garðyrkjumennirnir eru búnir að þökuleggja blettinn á bak við blokkina. Ég get svarið að ef ég væri að skipta við þá beint væri ég búin að krefjast þess að þeir taki upp þökurnar og slétti jarðveginn betur undir. Grasflötin minnir meira á móa en grasflöt. Ekki beint auðvelt fyrir 3 ára stubb að spila fótbolta á þessu. Ég er samt búin að ákveða að láta þetta ekki pirra mig. Grasið jafnar sig örugglega á endanum og við ætlum að taka upp jarðveginn á blettinum okkar næsta vor hvort eð er. Líklega helluleggjum við blettinn áður en við setjum upp grindverk.
Farin aftur að vinna - síðustu 2 tímana þetta árið
Athugasemdir
Takk fyrir kommentið á síðunni minni
Hugarfluga, 6.8.2007 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.