10.8.2007 | 17:10
Hvað með 4 og 5 ára?
Ég veit ekki hver ykkar skoðun er, en mér finnst eðlilegt að 4 og 5 ára börnum sé boðið upp á skipulagt tómstundastarf.
Flest knattspyrnufélög bjóða upp á æfingar fyrir börn yngri en 6 ára (8. flokkur karla og 7. flokkur kvenna) og margar aðrar íþróttagreinar bjóða yngri börnum þátttöku. T.d. karate og fimleikar. Æfingagjöld fyrir Stubbinn minn í knattspyrnu eru 20.000kr á ári, nokkuð lægra en í eldri flokkunum, en ekki styrkhæft frá Borginni, skv. þessari frétt, þar sem hann varð 3 ára á þessu ári. Hann er fótboltamaður af ástríðu og lifir fyrir að fara á æfingar.
Einnig er mælst til þess að börn hefji tónlistarnám snemma. Suzuki-aðferðin miðar við 4-5 ára.
Ég vildi gjarnan geta leyft Stubbinum að velja sér annað tómstundagaman til að stunda samhliða fótboltanum. Tónlist, fimleika, myndlist eða hvaðeina sem hann hefur áhuga á. Það er hins vegar nokkuð stór biti að kyngja að borga kannski 50.000kr á ári fyrir tómstundirnar og fagna ég því framtaki Borgaryfirvalda.
Hins vegar vil ég koma á framfæri smá athugasemd: Hvað með 4 ára og 5 ára börnin?
20 þúsund börn fá frístundakort | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég held það sé mjög gott að miða við grunnskólaaldurinn svona í fyrstu og um gott framtak að ræða þarna. Endalaust hægt að gera meiri og meiri kröfur, hvað með börn frá 2-3 ára, sem geta farið á allskyns sundnámskeið og hvað með ungbarnasund???
Ágætt í bili, þetta kostar svakalega peninga það er ljóst. Tvö ár til viðbótar myndi kostar óhemju til viðbótar. 6-18 ár er fínt viðmið. Ef foreldrar vilja senda börnin sín fyrr á námskeið, þá verða þeir einfaldlega að sjá um það sjálfir. Ég sem sundþjálfari til margra ára myndi persónulega bíða til 6 ára með að senda barnið mitt á sundnámskeið og hvað þá fótbolta. En það er mín skoðun! ;)
Frelsisson (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 18:33
Jæjja klukkan er 18:49 og það er enn 10.ágúst........Ég hef ennþá 5 klukkutíma. bíddu bara, þetta er allt að koma.
Garún, 10.8.2007 kl. 18:48
Þú ert eins og nöldursama konan sem gaf manninum sínum 2 hálsbindi í afmælisgjöf. Þegar hann síðan setti stoltur upp annað bindið, leit konan á hann og sagði: "Jæja, svo þér líkaði ekki hitt".
Hvernig væri að vera ánægð með það sem vel er gert, en byrja ekki alltaf á því að kvarta yfir því að það sé ekki nóg.
Ólafur Jóhannsson, 10.8.2007 kl. 19:08
Ég er þér innilega sammála og vil blása á athugasemdir nr. 1 og 3 og finnst út í hött að nefna ungbarnasund í þessu samhengi af augljósum ástæðum. Ég var að blogga um þessa frétt sjálf með fleiri athugasemdir en tek undir með þér þar sem mín börn hófu bæði tómstundir um 3-4 ára aldur. Ég veit alveg hversu stór kostnaðarliður þetta er sem kostar aukavinnu fyrir láglaunafjölskyldur.
Laufey Ólafsdóttir, 19.8.2007 kl. 20:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.