24.1.2008 | 13:42
Barnalegt
Ég sit í þessu og er að fylgjast með beinni útsendingu frá Ráðhúsinu. Ég get varla orða bundist yfir þessari vitleysu...
Ég var ekki sátt við herlegheitin í október, fannst Björn Ingi ekki sýna heilindi, og ég get svosem ekki verið fullkomlega sátt við atburðarrásina þessa vikuna. Það á það enginn skilið að vera stunginn í bakið.
Aftur á móti finnst mér börnin á pöllunum ekki sýna rjómann af íslenskri æsku. Það er eitt að mæta á staðinn með kröfuspjöld og sýna samstöðu með sínu fólki og annað að vera með skrílslæti og trufla fundarstörf.
Ég veit ekki hverjir eru hallærislegastir: borgarfulltrúarnir (allir með tölu), börnin á pöllunum eða virðulega "fullorðna" fólkið á pöllunum sem glottir út í annað og óbeint hvetur börnin áfram.
Ég er að spá í að setja upp nýja könnun: Hvaða flokkur leggur fram lagabreytingatillögu á Alþingi um að hægt sé að kjósa í sveitastjórnir á miðju kjörtímabili, og hvenær?
Ólafur kjörinn borgarstjóri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér þótti nú "börnin" á pöllunum sína loksins hvernig á að mótmæla!!! Ekki bara standa með hor í nös, pulsu og pappaspjald. Þau bara létu í sér heyra. Jújú það var einhver truflun, en slíkt er óhjákvæmilegt í svona bölvuðu klúðri....fannst bara vera meira vit í börnunum á pöllunum heldur en smábörnunum í jakkafötunum. En ertu ekki annars bara hress?? haha
Ingi B. Ingason, 24.1.2008 kl. 14:11
Ég er auðvitað í banastuði - þó svo að staðan í landsleiknum sé ekki til að vera í stuði yfir! Ég tek það samt ekki aftur að meirihluti mótmælandanna litu út fyrir að vera í gagnfræðaskóla.
Fínt mál að láta heyra í sér í upphafi, en þetta jaðraði við dónaskap undir lokin. Ekki það að meirihluti stjórnmálamanna (sama hvaða flokki þeir tilheyra) sýni ekki kjósendum dónaskap trekk í trekk...
Nexa, 24.1.2008 kl. 15:27
það er alltaf dónalegt að grípa fram í og trufla - en slíkt gerist oft í hita leiksins....líka hjá fullorðnum ;)
Ingi B. Ingason, 24.1.2008 kl. 15:58
var að horfa á Kastljós rétt í þessu, og sá og heyrði í þessum lýð í Ráðhúsinu.....ég tek flest það sem ég sagði fyrr í dag til baka - þessir krakkar voru eiginlega bara þarna til að skrópa í tíma og virtist lítill hluti þeirra hafa hugmynd um hvað væri á seyði....annars hefðu þetta verið flott mótmæli :s
Ingi B. Ingason, 24.1.2008 kl. 19:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.