1.4.2008 | 11:04
Breyti um stíl - bloggstíl
Jæja, þetta kalla ég ekki að vera dugleg í blogginu!
Kannski er maður bara svona hugmyndasnauður einstaklingur að bullið í kollinum kemst ekki fram í fingurgóma og í vélina?
Ég hef því ákveðið að breyta um bloggstíl og fara í heilsublogg (þeir bloggvinir sem vilja sparka mér fyrir hjarðeðlið mega það alveg ). Ég uppgötvaði það nefnilega um daginn að ég er orðin næstum því jafn þung og ég var þegar ég var á steypinum Það er 38 kílóum yfir kjörþyngd!!!!
Ég er búin að gefa mér 18 mánuði til að losna við þessi 38 kíló og ef það tekst þá gifti ég mig bara kannski. Ég er reyndar ekki alveg búin að sannfæra kallinn...
Átakið byrjaði á annan í páskum, ég fer í hverju hádegi (eða fyrir vinnu) í World Class, tvisvar í viku í stafgöngu og er að passa matarræðið. Í gær var vigtun og mín bara búin að missa 700gr, nokkuð gott miðað við að hafa farið með kallinn út að borða á miðvikudaginn og svo var svaðalegt partý á föstudag, með tilheyrandi laugardagsþynnku.
Ég skelli inn myndum þegar næsta myndataka fer fram - ekki fer ég að sýna "fyrir" myndina án þess að sýna árangur líka!
Athugasemdir
Heill og sæll Nexa.
Ég tel þetta frábært framtak hjá þér. Ég hvet þig til að halda áfram og láta okkur vita hvernig þér gengur. Fyrir utan að missa 700 gr er mikið afrek.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 3.4.2008 kl. 21:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.