20.5.2008 | 16:00
Fyrsta ummálsmæling - 8 vikur frá upphafi átaks
Það var engin vigtun í síðustu viku og þessar 2 vikur hef ég ekki verið barnanna best að mæta í leikfimi. Það er því ekki hægt að neita því að ég var með smá hnút í maganum áður en ég steig á vigtina í gær. Mér var því nokkuð létt að sjá að ég hafði þó náð að missa 400gr á þessum 2 vikum (sem er samt ekki alveg nóg). Þá eru farin 5kg á þessum 8 vikum.
Ég komst samt í töluvert betra skap þegar málbandið var dregið upp. ég hafði minnkað á allan hátt nema lóðrétt: 4cm af brjóstum (og veitir ekki af), 5cm af mitti, 2cm af rassi (hann er sko að verða flottari eftir alla þessa göngu) og 3cm af hægra læri. Málbandið sagði 5,5cm minnkun á upphandlegg, en ég vil meina að ég hafi bara verið mæld svona vitlaust í upphafsmælingunni.
Þá er bara að taka sig saman í andlitinu og fara að vakna fyrr á morgnana!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.