Í fréttum er þetta helst:

Litla fjölskyldan í Árbænum er að demba sér út í ævintýri. Þetta er ekkert lítið ævintýri - heil 4 ár af ævintýri. Við verðum ekki mikið lengur litla fjölskyldan í Árbænum - við verðum litla fjölskyldan í Groningen...

Jamms - við ætlum að flytja til Hollands! Tounge

Ég var orðin þreytt á volæðistalinu og kreppumasi hér á klakanum og sótti um í doktorsnámi í Hollandi í einhverju bríaríi. Viti menn - mér var bara boðið út í viðtal og fékk stöðuna.

Núna er líka allt á milljón - leigja út kotið okkar, finna hús úti, finna skóla fyrir Stubbinn og daggæslu fyrir Prinsessuna. (Litli stubburinn að byrja í skóla - það er nefnilega 4 ára skólaskyldan í Hollandi). Ég er farin að skoða skipaferðir og skipulagshæfileikarnir eru komnir á yfirsnúning. Búið að kaupa flugmiða fyrir 2 aðra leiðina, bóka hótel í 2 nætur og bílaleigubíl í 3 daga. Allt að gerast... tjah, Nex á reyndar eftir að fá vinnu og ég sé fram á að þurfa að vera í íbúð með engu nema svefnsófa í viku á meðan gámurinn fer í gegnum tollinn, en það eru bara smámunir Cool

Fiðrildin í maganum á mér hafa ekki stoppað síðan við komum heim frá Spáni - þetta hefur verið svo fjarlægt fram að þessu, en nú er blessaða Spánarferðin búin og ekkert annað að gera að að byrja á undirbúningi flutninga.

Spennó, ekki satt?? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband