Færsluflokkur: Bloggar
6.6.2008 | 10:41
Seint koma tölur en koma þó!
Vigtunin á mánudaginn kom ágætlega út, 400gr niður og þá eru farin 5,4kg á 10 vikum. Hálft kíló á viku er nú alveg ágætt - ekki satt???
Annars erum við mæðgurnar búnar að eyða sumarfríinu mínu í veikindi og volæði. Ég er kokstífluð og rám og litla prinsessan með bullandi eyrnabólgu. Skiljanlega hefur það þýtt að ég hef ekki mikið komist í World Class, þ.a. ég er strax farin að kvíða næstu vigtun...
Sjáum til...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2008 | 08:38
Ooohh!
Þar kom að því!
Ég stóð í stað á milli vikna! Nenni ekki að skrifa um það meir - farin að hitta einkaþjálfara.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2008 | 07:30
Ný tala í þrekþjálfann
Jæja, 600gr niður í gær
Þeir sem kunna að reikna hafa örugglega fundið það út strax að þá eru 4.6kg farin.
Þetta þýðir það líka að aftur get ég sett nýja tölu þegar þrekþjálfinn í World Class spyr mig hvað ég sé þung
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2008 | 07:32
Gengur hægt en mjakast þó
Jæja, það voru bara 300gr niður í gær, en niður var það.
Þá eru komin 4 kg á 5 vikum (og 34 kg eftir)
Ég hafði líka aðeins svindlað á matarræðinu, þ.a. það var bara líkamsræktin sem á heiðurinn af árangri þessarar viku
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.4.2008 | 10:03
Einn, tveir og allir fagna saman!
Mæling fjögur og 800gr í viðbót horfin.
Það gera 3,7kg á 4 vikum! (og 34,3 kg eftir)
"Þabbara típrósent" af upphaflega markmiðinu!
Ég stefni á tuttugu og fimm prósenta markið fyrir 1. júlí!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2008 | 09:08
Mæling þrjú!
700gr farin til viðbotar - í heildina 2.9kg farin og 35.1kg eftir.
Þetta mjakast og með þessu áframhaldi verð ég flott þegar ég gifti mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2008 | 22:41
Er Villi prins að fá skalla??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2008 | 08:43
Jibbí jei - jibbí jibbí jei....
Mæling tvö í gær og heil 1,5kg fokin á einni viku. Það gera 2,2kg frá upphafi...
Brjálað að gera í vinnunni - gleðiblogg seinna!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2008 | 11:04
Breyti um stíl - bloggstíl
Jæja, þetta kalla ég ekki að vera dugleg í blogginu!
Kannski er maður bara svona hugmyndasnauður einstaklingur að bullið í kollinum kemst ekki fram í fingurgóma og í vélina?
Ég hef því ákveðið að breyta um bloggstíl og fara í heilsublogg (þeir bloggvinir sem vilja sparka mér fyrir hjarðeðlið mega það alveg ). Ég uppgötvaði það nefnilega um daginn að ég er orðin næstum því jafn þung og ég var þegar ég var á steypinum Það er 38 kílóum yfir kjörþyngd!!!!
Ég er búin að gefa mér 18 mánuði til að losna við þessi 38 kíló og ef það tekst þá gifti ég mig bara kannski. Ég er reyndar ekki alveg búin að sannfæra kallinn...
Átakið byrjaði á annan í páskum, ég fer í hverju hádegi (eða fyrir vinnu) í World Class, tvisvar í viku í stafgöngu og er að passa matarræðið. Í gær var vigtun og mín bara búin að missa 700gr, nokkuð gott miðað við að hafa farið með kallinn út að borða á miðvikudaginn og svo var svaðalegt partý á föstudag, með tilheyrandi laugardagsþynnku.
Ég skelli inn myndum þegar næsta myndataka fer fram - ekki fer ég að sýna "fyrir" myndina án þess að sýna árangur líka!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.1.2008 | 13:42
Barnalegt
Ég sit í þessu og er að fylgjast með beinni útsendingu frá Ráðhúsinu. Ég get varla orða bundist yfir þessari vitleysu...
Ég var ekki sátt við herlegheitin í október, fannst Björn Ingi ekki sýna heilindi, og ég get svosem ekki verið fullkomlega sátt við atburðarrásina þessa vikuna. Það á það enginn skilið að vera stunginn í bakið.
Aftur á móti finnst mér börnin á pöllunum ekki sýna rjómann af íslenskri æsku. Það er eitt að mæta á staðinn með kröfuspjöld og sýna samstöðu með sínu fólki og annað að vera með skrílslæti og trufla fundarstörf.
Ég veit ekki hverjir eru hallærislegastir: borgarfulltrúarnir (allir með tölu), börnin á pöllunum eða virðulega "fullorðna" fólkið á pöllunum sem glottir út í annað og óbeint hvetur börnin áfram.
Ég er að spá í að setja upp nýja könnun: Hvaða flokkur leggur fram lagabreytingatillögu á Alþingi um að hægt sé að kjósa í sveitastjórnir á miðju kjörtímabili, og hvenær?
Ólafur kjörinn borgarstjóri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)