Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
2.11.2007 | 23:57
Ungbarnakveisa
Litla prinsessan mín hefur þjáðst af ungbarnakveisu í rúman mánuð og þar með voru fagrar fyrirætlanir um að halda úti góðu bloggi farnar út um þúfu. Ég var búin að reyna allt; Minifoam, dropa frá grasalækni (já, lyfjafræðingurinn sem hefur litla trú á grasalæknum gaf dóttur sinni Skírnis-dropa), ég hætti að drekka gos og er búin að minnka sykur töluvert. Allt kom fyrir ekki og ég gat bara verið fegin að hún var skást á næturnar.
Ég ákvað því að fara með bæði börnin til barnalæknis á mánudaginn var. Yndislegi barnalæknirinn okkar var þeirrar skoðunar að við ættum ekki að leyfa barninu að þjást og skrifaði út dropa fyrir hana.
Ég get svo svarið það að við fyrsta skammt var eins og ég fengi annað barn í hendurnar: Hún er hætt að gráta allan daginn og er m.a.s. farin að hjala. Hún hjalar við bangsana á óróanum yfir rúminu, hún hjalar við spegilmynd sína á leikteppinu og hún hjalar við mömmu sína á rólegu stundunum okkar eftir gjöf. Ég er í skýjunum!!
Næst á dagskrá er að kenna dömunni að taka snuð og sætta sig við pela. Ég er byrjuð í námi hjá Endurmenntun HÍ og þarf að geta sett hana í pössun í heilan dag, nokkra daga í nóvember. Mamma var með hana hálfan daginn í dag og gekk ekkert að koma pelanum upp í hana. Ég ákvað því að fara sjálf með Stubbinn á fótboltaæfingu og láta pabbann kenna henni á pelann. Eftir 40 mínútna þrjóskustuð tókst þetta - hún drakk úr pelanum! Reynum aftur á morgun og sjáum hvort hún muni þetta.
10.7.2007 | 11:29
Hjúkkit!
Ég var farin að kvíða því að eiga í ágúst
Sá fyrir mér dauðþreyttar ljósmæður eftir þessa svakalegu törn og engin nýútskrifuð hafði ráðið sig til sumarafleysinga.
Ég var búin að ákveða að fá að liggja inni og hvíla mig eftir fæðinguna, en skipti um skoðun eftir fréttirnar af "öllum þessum fæðingum". Ég held ég skipti ekki aftur um skoðun og reyni að fá að fara heim á fyrsta sólarhring þrátt fyrir að fæðingarnar séu færri en áður var talið.
Undirbúningur gagnvart vinnunni er hafinn: Tölvupóstar með tilkynningum um nýja tengiliði vegna verkefnanna minna fljúga út um allan heim og ég fría mig smátt og smátt á meðan. Ég stefni á að vera búin að losa öll verkefnin mín í næstu viku og dunda mér við gagnafærslu á milli netþjóna fram að fæðingu. Ég get gert það heima
1.489 börn fæddust á LSH fyrri hluta árs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |