27.6.2007 | 19:28
Enn ein tilraunin...
Ætli maður sé eitthvað klikkaður?
Hingað til hafa bloggin mín ekki verið mjög langlíf, ef undan er skilin vefdagbókin á barnalandssíðu Stubbsins. Vefdagbók sú var sprelllifandi í u.þ.b. 7 mánuði, eða þar til maður drattaðist út á vinnumarkaðinn, en dó þá hægum dauðdaga. Svo langt leið á milli færslna að ég sá þess kost vænstan að fjarlægja skrifin algerlega. Ætli ég leggi nokkuð í dagbókarskrif fyrir Ballerínuna...
Stubburinn er fótboltastubbur í dag, handboltastubburinn er farinn í frí í bili. Hann er duglegasti stubbur í heimi (að eigin sögn) og er að hjálpa pabba sínum að brjóta saman þvottinn. Einhverra hluta vegna þykir Stubbinum nauðsynlegt að slá flíkunum nokkrum sinnum utan í sófann áður en hægt að leggja í brot. Þetta er óborganlega sjón: 3 ára stubbur í Real Madrid búningi með "Beckham"kamb að slengja flennistóru rauðu handklæði utan í sófann
Jæja, sjáum til hvernig þetta blogg lifir. Nex er reyndar ekkert ánægður með þetta, honum finnst það algjör vitleysa að halda áfram að vinna 75% þegar ljósan er búin að fyrirskipa minnkun í 50% og ætla að blogga þar að auki. Ég veit það eitt að bakið fagnar fjölbreyttu úrvali sæta á heimilinu og því að fartölvan kemst allt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.