29.6.2007 | 00:08
Ekki spurning
Er ekki í tísku að koma til Íslands á tónleikaferðalag? Mikið svakalega ætla ég að vona að goðin komi aftur hingað - það þyrfti þá ansi marga villta hesta til að halda mér fjarri þeim tónleikum!
Kannski maður reyni að henda reiður á því hvert Loftfarið ætlar vorið 2009? Það væri dálagleg brúðkaupsferð að skella sér á tónleika.
Kannski ég bara njóti þess að bylta mér enn eina svefnlausa nóttina, ef ég næ að láta mig dreyma um tónleika með hljómsveitinni sem hefur verið í uppáhaldi 2/3 hluta lífs míns.
Kannski ég spili nokkur lög af ipodinum mínum fyrir Ballerínuna og vona að hún mjaki sér niður undan bringubeini og gefi mömmu sinni smá pásu frá brjóstsviðanum?
Kannski ég bara venji mig af því að byrja allar setningar á kannski?
Led Zeppelin að snúa aftur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.