Afsökunarbeiðni

Hehemm, ég held ég skuldi Jóni Vali afsökunarbeiðni. Blóðið var enn heitt eftir þá atburði sem ég tók sem móðgun þegar ég skrifaði síðustu færslu og því var orðbragðið í garð guðfræðingsins kannski óþarflega kalt. Ég vil kenna hormónunum um hversu fljót ég er upp á nef mér þessa dagana og langrækin, en það er auðvitað engin afsökun.

Eftir stendur að ég er enn sömu skoðunar um málefni pistilsins. Hefði einhver spurt mig um þetta fyrir 10-12 árum síðan væri svarið annað. Í þá daga var ég hinn versti púrítani og lífsreynslan ekki farin að skola til kennsluna úr KFUK og Æskulýðsstarfinu. Já, það kemur kannski einhverjum á óvart, en í gagnfræðaskóla stundaði ég þjóðdansa og var virk í Æskulýðsstarfi Þjóðkirkjunnar. Wink 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband