10.7.2007 | 11:29
Hjúkkit!
Ég var farin að kvíða því að eiga í ágúst
Sá fyrir mér dauðþreyttar ljósmæður eftir þessa svakalegu törn og engin nýútskrifuð hafði ráðið sig til sumarafleysinga.
Ég var búin að ákveða að fá að liggja inni og hvíla mig eftir fæðinguna, en skipti um skoðun eftir fréttirnar af "öllum þessum fæðingum". Ég held ég skipti ekki aftur um skoðun og reyni að fá að fara heim á fyrsta sólarhring þrátt fyrir að fæðingarnar séu færri en áður var talið.
Undirbúningur gagnvart vinnunni er hafinn: Tölvupóstar með tilkynningum um nýja tengiliði vegna verkefnanna minna fljúga út um allan heim og ég fría mig smátt og smátt á meðan. Ég stefni á að vera búin að losa öll verkefnin mín í næstu viku og dunda mér við gagnafærslu á milli netþjóna fram að fæðingu. Ég get gert það heima
1.489 börn fæddust á LSH fyrri hluta árs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég er líka sett í ágúst og var farin að kvíða verulega fyrir þessu, sá fyrir mér að maður endaði inní kústaskáp í fæðingu
Gullý (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 12:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.