GARG!

Mér líður eins og Don Kíkóta - sífellt að berjast við vindmyllur.

Það er með eindæmum að almenningur telur sig vita svarið við öllu og hrópar upp lausnir. "Við leggjum þetta bara niður" "Gerum þetta bara..."

Enn algengara er að fólk staðhæfi hluti sem það hefur bara ekki nokkurt vit á! 

Hugsið fram í tímann:
Hvað gerist ef Lyfjastofnun verður lögð niður? Viljið þið hafa lyfjamarkaðinn á Íslandi algerlega eftirlitslausan?
Hvað gerist ef allir kaupa lyfin sín á netinu? Viljið þið ekki getað skroppið út í apótek og keypt ykkar lífsnauðsynlegu lyf samdægurs?
Hvað gerist ef Lyfjaverslun Ríkisins verður endurvakin? Ríkið mun ausa fjármagni í að koma á stofn fyrirtæki sem gæti brotið samkeppnislög. Ríkið mun þurfa að ausa peningum í stofnkostnað og þarf einhvernvegin að fá þá peninga til baka. Ég sé ekki að lyf frá Lyfjaverslun Ríkisins verði eitthvað ódýrari en frá öðrum - nema Ríkið brjóti samkeppnislög og ausi peningum í viðvarandi hallarekstur.

Ég hef sagt það áður og segi það enn: Eina leiðin til að fá almennilega samkeppni á lyfjamarkað og þar með almennilegt verð er að gera Ísland aðlaðandi til skráningar fyrir erlenda aðila. Í dag er markaðurinn svo lítill að það vill engin selja okkur lyf nema þeir sem eru þegar á markaði.


mbl.is Heimila ætti innflutning norrænna lyfja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl Nexa.

Eftir að hafa lesið þessi skrif þín þau eru byggð á rökum og mjög erfitt að svara þeim nema fyrir þá sem hafa vit á lyfjum og hvernig þessu er háttað.

Eins og þú bendir réttilega á varandi þessa skráningu sem virðist ekki vera markaður á Íslandi fyrir hana eins og er. Er ekki breyting í farvatninu?

Þú talar að þú sért eins og Don Kíkóta. Að berjast við vindmyllur. Ég held að þú sért að miskilja þetta. það er mikið af fólki sem les þetta hjá þér og ríg heldur sínum munni aftur. Og tekur undir mér þér. Og notar þínar hugmyndir fylgstu vel með því.

Það eru peningamenn sem eru að hugsa álíka hluti og þú sjálf sem mun koma í ljós síðar. Enn endilega haltu áfram að berjast fyrir þínu Dropin holar steininn.

Lyfjaeftirlit á að vera virkt og á að fylgjast með þessu á því er enginn vafi. Enn ég tek undir með þér það vantar samkeppni á þessum lyfjamarkaði. til að lækka kostnað. Enda hefur orðið stórbreyting á þessu síðan lyfsalar sem voru einu af  tekju hæðstu mönnum  þessa lands. þeir heyra sögunni til.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 17.7.2007 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband