Skref í rétta átt?

Það er ánægjulegt að sjá að heilbrigðisráðherra lítur til annarra lausna en að stofna Lyfjaverslun Ríkisins eða neyða heildsala og smásala til að taka á sig frekari álagningarskerðingu.

Hitt er svo annað mál hvernig skuli útfæra þessa lausn. Ég tel að það sé nauðsynlegt að pakkningar og fylgiseðlar séu á íslensku. Líklega er einfaldast lausnin að heildsalar geti límt merkingar á pakkningarnar og að lyfjafræðingar í apótekinu geti ljósritað íslenska þýðingu af fylgiseðlinum og látið fylgja hverjum pakka.

Vissulega er þessi lausn öruggari en að kaupa lyfin í póstkröfu frá öðrum löndum. 

 
Ég get líka alveg staðfest það að séríslenskar pakkningar eru rosalega dýrar (prentun pakkninga og uppsetning pökkunarlína) og að geta klipið af lotum sem eru framleiddar fyrir aðra markaði í Evrópu gætu sparað töluverða fjármuni.


mbl.is Heilbrigðisráðherra óskar eftir undanþágu vegna merkingar á lyfjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband