Yfirgengilega löt

Ég er yfirgengilega löt þessa dagana. Ætli kroppurinn sé að segja mér að slappa af og safna kröftum?

Í dag eru 10 dagar í settan dag - ég hef nettan grun um að það séu c.a. 20 dagar í fæðinguna sjálfa. A.m.k. ef ég líkist mömmu eitthvað, en hún gekk 10 daga framyfir með okkur öll. Ætli 19. ágúst sé málið?

Nex dekraði mig í dag - kannski þess vegna sem ég er svona löt? Hann sá um að fara með Stubbinn á fótboltaæfingu og ég fékk að kúra mig í Lay-Z-Boy stólnum á meðan. Hann eldaði síðan grænmetis-"wok" í kvöldmat og gekk frá eftir matinn líka. Kallinn er alveg að kafna úr framtakssemi - hann er m.a.s. kominn í íþróttagallann og er að fara út að skokka. Og ég er löt!

 Ég er hins vegar búin að ákveða að sjónvarpsdagskráin "sökkar" þetta mánudagskvöldið og er að fara í bað ... ef ég nenni að standa upp og láta renna í baðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garún

Er þér sama þótt ég segi 10 Ágúst?

Garún, 31.7.2007 kl. 00:37

2 Smámynd: Nexa

Ég tek alveg við ágiskunum

Hmm, kannski maður breyti um könnun? 

Nexa, 31.7.2007 kl. 14:02

3 Smámynd: Garún

Er þetta fyrsta barn eða ?  Ef þetta er fyrsta barn þá segi ég 15 ágúst en ef þetta er annað barn þá segi ég 10 og stend við það.  Hei hvað er í vinning ef maður getur rétt?   Fæ ég kannski að halda á barninu undir skírn?  (hef alltaf langað að gera það)..

Garún, 1.8.2007 kl. 11:24

4 Smámynd: Nexa

Þetta er annað barn.

Stubburinn var settur af stað 12 dögum fyrir settan dag, þ.a. það er ekkert að marka tímann á honum (ég var með meðgöngusykursýki þá, en er alveg laus við þann óþverra núna).

Vinningshafinn fær a.m..k. að koma í heimsókn í myndatöku með prinsessunni og titilinn "heiðursfrænka/heiðursfrændi" alveg óháð skyldleika  

Nexa, 3.8.2007 kl. 13:16

5 Smámynd: Garún

Það er flott, ég stend við það sem ég segi....ekki gera nein plön þann 10.  because you will be in labour ....(veit ekki hvernig þetta er skrifað).  

Heiðursfrænka hentar mér vel... 

Garún, 3.8.2007 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband