Grobb og mont og ég má það alveg!

Við mæðgur komum heim á þriðjudagseftirmiðdegi og höfum stokkað upp í sólarhringnum síðan. Í stað þessa venjulega "vaka á daginn, sofa á nóttunni" höfum við ákveðið að það séu 3 nætur yfir sólarhringinn og engin þeirra á milli kl 00 og 05. Fyrsta nótt er yfirleitt c.a. 05-08, næsta upp úr hádegi og svo aftur frá kvöldmat og fram að miðnætti. Þess á milli eru lúrarnir of stuttir til að mamman sofni og hefur sjónvarpsáhorf heimilisins litast af því. Ég get með sanni sagt að ég viti allt það nýjasta um störnurnar í Hollívúdd, enda eina sem hægt er að horfa á á nóttunni er "Star Daily" á Star! sjónvarpsstöðinni.  -  Ég er alveg að fara að opna BBC diskana sem komu frá Amazon um daginn.

Fæðingin gekk vel. Sú stutta var reyndar búin að kúka í legvatnið, þ.a. ég þurfti að fæða á fæðingargangi í stað þess að fara í Hreiðrið. Það var allt í lagi, ég fékk svo frábæra ljósu þar.
Ég vaknaði aðfaranótt mánudags kl 05:20 með verki og legvatnið farið að leka og Lilla var mætt á svæðið kl 10:10.  Skotfljót þessi!

Stubburinn er svo montinn af Lillu og er alltaf að strjúka henni um kollinn. Hann kemur líka með bækur og heldur opnum fyrir hana til að sýna henni myndirnar, ekkert smá sætur. Hann gerir sér líka alveg grein fyrir að hún er mjög lík myndunum af honum frá því hann var svona lítill.

Ég get ekki annað en póstað mynd af sætustu systkinum í heimi!

sætustu systkynin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garún

Þau eru stórkostleg.  Viltu skila til stubbsins frá mér að héðan í frá er hann "stóri bróðir".  Mér fannst það alltaf rosalega merkilegt þegar ég fékk nýtt systkini að ég væri stóra systir og þyrfti að passa og kenna.   Til hamingju Nexa mín og hr. Nex.  Gott að fæðingin gekk vel..

Garún, 21.8.2007 kl. 18:00

2 Smámynd: Hugarfluga

Þvílíkt barnalán! Til hamingju með þau bæði

Hugarfluga, 22.8.2007 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband