Hvur andsk...

Þar fóru mínir menn illa að ráði sínu í erfiðum leik við hrikalegar aðstæður. Það verður þó ekki haft af Fjölnismönnum að þeir voru asskoti góðir. Vonandi fá þeir að nota alla sína menn í úrslitaleiknum við FH (nokkrir lykilmanna Fjölnis eru lánsmenn frá FH) og taki Hafnfirðingana. Ég býst fastlega við að horfa á leikinn í sjónvarpinu og fagna mörkum Fjölnis.

 Af fjölskyldunni er allt fínt að frétta. Dagarnir eru enn sem komið er allir eins; Lilla vill bara liggja á brjóstum og drekka og því ekki mikið pláss fyrir bloggskrif. Stubburinn fór í þriggja og hálfs árs skoðun í dag og gekk bara fínt. Hann er í efstu kúrfu í bæði hæð og þyngd og öll önnur próf komu bara fínt út.

Skírn er boðuð á laugardag ... ég upplýsi nafnið hér á vefnum að henni lokinni. 


mbl.is Fjölnir úr 1. deild í bikarúrslitin gegn FH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

og hvað á svo barnið að heita???

Vonandi gengur allt vel - kv

Íris og Þór

Íris (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband