15.9.2007 | 22:57
Ég var ekki búin að efna loforðið...
Ég var víst búin að lofa nafnatilkynningu eftir skírnina á laugardag, en sveik það alveg.
Dömunni liggur svo svakalega á að stækka að hún liggur á brjóstinu allan daginn og ég rétt næ að gera það allra nauðsynlegasta (fara í sturtu, borða og ganga frá í eldhúsinu) á meðan hún sefur. Annars er hún eitthvað kvefuð og var með hita daginn fyrir skírnina, þ.a. ég er ekki enn farin að leggja í að láta hana sofa úti í vagni.
Dagarnir hafa gengið út á það undanfarið að horfa á BBC-búningadrama á DVD og HM í knattspyrnu kvenna á RÚV. Ég verð að fara að innheimta kengúrupokann frá litlabróður þ.a. ég geti a.m.k. brotið saman þvott og jafnvel bloggað með prinsessuna í fanginu.
Mér skilst að góðvinur minn úr Árbænum og hans hafnfirska spúsa ætli að hjálpa mér að fjölga börnunum í vinahópnum. Hamingjuóskir í Hlíðarnar Auðvitað krefst ég nánari upplýsinga um hvenær von er á krílinu og heimsóknarréttar þegar foreldrarnir eru tilbúnir til að taka á móti heimsóknum.
Eru allir orðnir forvitnir??? Litla prinsessan mín heitir Iðunn Birna.
Athugasemdir
Elsu Iðunn Birna, velkomin í heiminn. Kveðja Aðal frænkan!
Garún, 21.9.2007 kl. 22:19
Elsku......
Garún, 21.9.2007 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.