3 ára pissudúkka

Bleyjuleysi stubbsins hefur gengið ágætlega síðan við tókum upp stimplakerfið. Ég útbjó dagatal og við keyptum stimpla með brosköllum og fýluköllum. Ef hann pissar í rúmið þarf hann að stimpla fýlukall og ef hann er þurr fær hann að stimpla broskall. Eftir ákveðinn fjölda broskalla er fjölskylduferð í sund.

Smám saman urðu broskallarnir fleiri en fýlukallarnir og þar til á þriðjudaginn voru komnir 11 broskallar í röð. Allt í einu fór allt í bakslag; nú eru komnir 3 fýlukallar í röð og hann pissaði m.a.s. á sig í leikskólanum.

Ég verð að viðurkenna að ég er orðin svolítið þreytt og svekkt. Kannski erum við að þessu aðeins of snemma - hann verður jú ekki 4 ára fyrr en í febrúar. Á hinn bóginn er hann svo duglegur og hefur verið bleyjulaus á daginn svo lengi.

Kannski ofmetum við getuna. Við gleymum því stundum að hann er bara þriggja - hann er nefnilega á við 5 ára meðalbarn í hæð og þyngd. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garún

En er það ekki alltaf svona......tvo skref áfram, eitt afturábak og svo aftur tvo áfram.....Ég stend með mínum...Enda guðmóðir hans, ekki satt?

Garún, 30.11.2007 kl. 14:42

2 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Þetta er bara eðlilegt.  Mikil breyting fyrir lítið kríli.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 30.11.2007 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband