13.8.2008 | 12:33
Au Pair óskast!
Þekkir einhver yndislega stelpu sem gæti hugsað sér að vera hjá okkur í eitt ár?
Óskum eftir ábyrgðarfullri og opinni au-pair til að gæta 1 árs stúlku og 4 ára drengs.
Drengurinn verður í skóla hluta af degi og felst vistin m.a. í því að sinna stúlkunni yfir daginn, fara með og sækja drenginn í skóla og sinna eftir skóla auk léttra heimilisstarfa.
Við erum ung fjölskylda og opin fyrir því að taka á móti góðri stelpu inn í fjölskylduna okkar. Hún þarf helst að vera orðin 19 ára, ábyrgðarfull, dugleg, njóta þess að hugsa um börn og vera opin. Enginn bíll verður á heimilinu og því er bílpróf ekki skilyrði, en au-pairin fær hjól til afnota og strætókort (ef hún óskar þess). Reykleysi er ekki skilyrði, en fjölskyldan er reyklaus og ekki er leyfilegt að reykja í húsnæði fjölskyldunnar eða innan um börnin.
Fjölskyldan er að flytja til Groningen í norður Hollandi í byrjun október og því væri æskilegt að au-pairin gæti hafið störf ekki seinna en 13. október. Það er þó umsemjanlegt.
Frekari upplýsingar fást hjá arnahrund@hotmail.com.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.