Geeiiisssp!

Ég er sybbin og ég get bara sjálfri mér um kennt - og kannski aðeins Sophie Kinsella. Ég keypti mér bók um daginn til að hafa í lestarferðunum til og frá vinnu. Þar sem ég les mikið af fræðigreinum í vinnunni ákvað ég að sleppa venjulegu krimmafíkninni minni og valdi bók sem virkaði heilalaus, fyrirsjáanlegur, kjánalegur rómans. Jú, mikið rétt, heilalaus, kjánalegur rómans var þetta, en einhverra hluta vegna tókst mér að klára hana á 2 dögum í stað 2 vikna eins og til stóð. (Ég hef grun um að næsta Amazon-sending innihaldi nokkuð af bókunum hennar Sophie.) Í stað þess að standa við áætlunina og lesa bara á meðan ég bíð eftir lestinni og í lestinni, dró ég bókina upp bæði í fyrrakvöld og gærkvöldi og kláraði hana! Var að lesa framyfir miðnætti bæði kvöldin og það eftir að hafa verið fyrripart kvöldsins að mála hornið sem Stubburinn á uppi á Skessuhæð.

Skessuhæð er samheiti fjölskyldunnar (valið af Stubbnum) yfir háaloftið okkar hér í Niðurlöndum. Það er fjórskipt: Þvottahús, leiksvæði, tölvuherbergi og geymsla - og bara útveggir, engin skilrúm nema ímynduð mörk. Við ákváðum að tíma ekki að kaupa plastparket á Skessuhæð og keyptum málningu á gólfið. Sú hugmynd vatt upp á sig og nú er fjórðungur Stubbsins orðinn ansi skrautlegur: Blár himinn og ský á veggjunum, gólfið er eins og græn eyja umlukin vatni og vegakerfi er í smíðum á eyjunni. Verkefni kvöldsins verður að strika vegamerkingarnar og aðrar fíniseringar svo hægt sé að raða upp dótinu og hleypa Stubbnum upp.

Kannski ég skelli inn mynd þegar allt er tilbúið...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband