Skammastmín!

Það slagar í 8 mánuði síðan ég skrifaði síðast...Blush

...enda er búið að vera brjálað að gera. Ég skilaði fyrsta uppkasti að fyrstu vísindagreininni minni á mánudaginn og er búin að vera að skrifa prótókol fyrir næstu rannsókn þessa vikuna. Grin Leiðbeinandinn minn gefur mér athugasemdir á mánudaginn og þá hef ég 3 daga til að snurfusa áður en ég fer í sumarfrí.

Annars var ég að fá svar frá International Society of Pharmacovigilance (ISoP) um að ég hafi fengið samþykkt veggspjald á ráðstefnunni þeirra í október. Ég er að fara til Reims í Champagne-héraði í Frakklandi í október með 90x120 cm veggspjald og á þar að spjalla við merkilegt fólk um verkefnið mitt. *mont* Nú er bara að bíða eftir svari frá skipuleggjendum hollensku læknadaganna. Ég sótti um að fá að halda fyrirlestur þar og bíð spennt...

Prinsessan og Stubburinn eru búin að vera á Íslandi síðasta mánuðinn í góðu yfirlæti hjá foreldrum mínum. Stubburinn hefur verið virkur í fótbolta og handbolta og fór á sundnámskeið og Prinsessan er farin að tala alveg heilmikið. Ég get ekki sagt annað en að við skötuhjú söknum þeirra alveg skelfilega og höfum þurft að halda úti dagskrá til að halda geðheilsunni. Nú er Skessuhæð orðin vel boðleg gestum, svefnherbergishæðin er nýmáluð og flott og við erum búin að skoða heilmikið af Hollandi. Nú get ég varla beðið lengur, en þarf að bíða í 5 daga til viðbótar...

Nex er búinn að fá inngöngu í Hansa-háskólann í Groningen og byggir þar á iðnfræðimenntunina sem hann er þegar kominn með. Á sama tíma að ári ætti minn maður (já, þá verður hann orðinn eiginmaður) að vera kominn með BS gráðu í orkufræðum (Power generation and distribution). Ég er að sjálfsögðu að rifna úr monti Wink

Ég stefni að því að henda inn fróðleikskornum um þá merkilegu staði sem við heimsækjum í fríinu okkar - eftir því sem ég nenni...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl Nexa.

Það er gaman að heyra hvað ykkur gengur vel í lífinu. Nú bíður ykkar stór stund þegar að altarinu kemur og ákvörðunin verður tekin. Á meðan bíðum við eftir fréttum frá ykkur.

Þetta er glæsilegur pistill um framtíð fjölskyldu sem setur stefnuna hátt.

Megi guð og gæfa vera með ykkur.

Amma Vikka og Jói.

Jóhann Páll Símonarson, 1.8.2009 kl. 14:54

2 Smámynd: Nexa

Takk fyrir það Jói minn

Ég er einmitt að fara að setja inn röð af upplýsingum um áhugaverða staði hér í nágrenninu. Ætli ég byrji ekki á því að fjalla um sæfarasafnið í Groningen - eitthvað fyrir þig

Nexa, 3.8.2009 kl. 07:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband