Ég get ekki sagt að mér finnist hollenska kerfið gott

Hér er skylda að vera með sjúkratryggingu - c.a. 100 evrur á mánuði á mann (ríkið borgar reyndar fyrir börn yngri en 18 ára). Ef þú hefur litlar tekjur færðu eitthvað til baka frá ríkinu, en á okkar heimili þar sem annað okkar er doltorsnemi (láglaunastarf) og hitt í námi fáum við ekki nema 15% endurgreiðslu.

Aftur á móti - ef þú ert tryggður er nánast allt fríkeypis, þ.á.m. p-pillan og ofnæmislyf. Það þarf að bæta c.a. 20 evrum á mánuði á haus við trygginguna og þá er tannlæknakostnaður mikið niðurgreiddur líka.

Hin hliðin á kerfinu sem ég algerlega þoli ekki er að þeir eru með svokallað "gatekeeper" kerfi. Það er sama hvað er að þér þú þarft alltaf að fara fyrst til heimilislæknis og fá tilvísun á sérfræðing. Þú þarft semsagt að sannfæra heimilislækninn þinn að það sem hann getur boðið þér er ekki nóg og þú viljir hitta sérfræðing. Tökum dæmi sem ég held að allar konur geti skilið; nú þarf ég að fara í mína reglubundnu krabbameins-skoðun. Heimilislæknirinn minn á að sjá um þá skoðun, en ég get ekki hugsað mér að kallinn sem hitti nokkrum sinnum á ári vegna annarra veikinda okkar eða barnanna fari eitthvað að pota þarna niðri. Ég vil kvenkyns kvensjúkdómafræðing í þetta verk og hananú!! Þá liggur fyrir að ég þarf að sannfæra kallinn sem ég treysti fyrir greiningu á heilsubresti barnanna minna um að ég treysti honum ekki fyrir að frakmvæma krabbameins-skoðun á mér...

Af hverju má ég ekki bara panta mér tíma hjá kvensjúkdómalækni?


mbl.is Íslenska heilbrigðisþjónustan sú þriðja besta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband