Þá held ég að vinkona mín yrði rekin úr bænum!

Ætli Ríkey hafi sagt eitthvað vitlaust í viðtalstíma hjá Gunnari "the Hut"?
Ég yrði mjög ánægð ef klipparinn minn flytti í Norðlingaholtið og opnaði stofu í bílskúrnum. Þá gæti ég bara labbað í klippingu og ekkert meira vesen að finna bílastæði í miðbænum. Oh, hvað það væri ljúft...

Annars sé ég lítinn mun á því að hafa starfandi dagmömmu eða eina dömu með klipparastól í hverfinu. Jú, það má búast við fimm aukabílum í götuna á háannatíma þegar foreldrar koma með og sækja börnin sín, en klipparinn fær kannski 5-6 heimsóknir dreift yfir daginn. Hvort ætli sé betra?

Annars á ég glamúrvinkonu sem er þekkt fyrir félagslyndi og fór m.a.s. í framboð í vor (ekki með Gunnari "the Hut"). Þessi vinkona mín er mjög vinamörg og heimili hennar er eins og skemmtileg félagsmiðstöð fyrir röflara og besservissara. Ég er nokkuð viss um að umferðin heim til hennar er meiri en á góðum degi hjá Ríkey ... Þegar ég fer að spá í því; ef vinkona mín ætti heima við hlið Ríkeyjar væru þær örugglega orðnar vinkonur (mín dama hefur einstakt lag á að vingast við nágrannana) og þá ætti Ríkey góðan hauk í horni Wink


mbl.is Umsókn um hárgreiðslustól hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nexa

Eftir að hafa skrifað þessa hugleiðingu mína benti kunningjakona mín mér á að Félag Hárgreiðslumeistara (æ, ég man ekki alveg hvað fagfélagið þeirra heitir) er mótfallið rekstri stóla í heimahúsum.

Nú er hugurinn ansi tvístraður ... Annars vegar er ég hlynnt frelsi einstaklinga til að stofna eigin fyrirtæki og hlúa að löglegum rekstri. Hins vegar hljóta fagfélög stétta að vita einna best hvað er æskilegt og eðlilegt í þeirra fagi...

Nexa, 29.6.2007 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband