Jæja...

Ég er eiginlega alveg farin að fá nóg af Vikku blessuninni.

Davíð, hinn meinti framhjáhaldari, er farinn að komast í hóp átrúnaðargoða Stubbsins. Sérstaklega eftir að honum áskotnaðist þessi fíni enski landsliðsbúningur merktum Beckham og fékk Beckham hárgreiðslu á klipparastofunni. Greiðslan er reyndar nokkuð úrelt, enda um nettan hanakamb að ræða ... er Dabbi ekki búin að snoða og safna og aflita síðan þá???

Ég mun leyfa Stubbinum að dást að boltafimi Dabba, en vona að hann taki kallinn ekki algerlega í Guðatölu að öðru leiti. Nóg eigum við af frambærilegum íþróttamönnum sem hafa ekki þungan bagga frægðarinnar að bera og eru jafnvel enn betri fyrirmynd barnanna okkar.  Ég er a.m.k. ánægð með aðdáun stubbsins á línumanni íslenska landsliðsins í handknattleik.  


mbl.is Victoria segir frá ástarsorg sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband