Ótrúlegt en satt!

Þrátt fyrir veikindi og volæði með tilheyrandi "nenni ekki að elda" og skorti á WorldClass ferðum í síðustu viku fóru 500gr af vigtinni í gær!

Nú get ég skammlaust sett nýja tölu í þrekþjálfann og brosað sæl, því 5,9kg eru farin frá upphafi lífsstílsbreytingar. LoL

Nex er að útskrifast á laugardaginn og ég er með áður óþekkt vandamál því tengt. Ég þarf að fara að finna mér spariföt. Það sem slíkt er svosem ekki nýtt, en áður hefur það verið vegna þess að ég er orðin of stór í fötin mín - nú er ég orðin of lítil! Wink Þá er bara að heilahrærast og rifja upp hvaða búðir selja falleg föt í yfirstærðum án þess að rukka yfirverð...


Seint koma tölur en koma þó!

Vigtunin á mánudaginn kom ágætlega út, 400gr niður og þá eru farin 5,4kg á 10 vikum. Hálft kíló á viku er nú alveg ágætt - ekki satt???

 Annars erum við mæðgurnar búnar að eyða sumarfríinu mínu í veikindi og volæði. Ég er kokstífluð og rám og litla prinsessan með bullandi eyrnabólgu. Skiljanlega hefur það þýtt að ég hef ekki mikið komist í World Class, þ.a. ég er strax farin að kvíða næstu vigtun...

Sjáum til... 


Ooohh!

Þar kom að því!

Ég stóð í stað á milli vikna! Nenni ekki að skrifa um það meir - farin að hitta einkaþjálfara. 


Fyrsta ummálsmæling - 8 vikur frá upphafi átaks

Það var engin vigtun í síðustu viku og þessar 2 vikur hef ég ekki verið barnanna best að mæta í leikfimi. Það er því ekki hægt að neita því að ég var með smá hnút í maganum áður en ég steig á vigtina í gær. Mér var því nokkuð létt að sjá að ég hafði þó náð að missa 400gr á þessum 2 vikum (sem er samt ekki alveg nóg). Þá eru farin 5kg á þessum 8 vikum.

Ég komst samt í töluvert betra skap þegar málbandið var dregið upp. ég hafði minnkað á allan hátt nema lóðrétt: 4cm af brjóstum (og veitir ekki af), 5cm af mitti, 2cm af rassi (hann er sko að verða flottari eftir alla þessa göngu) og 3cm af hægra læri. Málbandið sagði 5,5cm minnkun á upphandlegg, en ég vil meina að ég hafi bara verið mæld svona vitlaust í upphafsmælingunni. Grin

Þá er bara að taka sig saman í andlitinu og fara að vakna fyrr á morgnana! 


Ný tala í þrekþjálfann

Jæja, 600gr niður í gær Tounge

Þeir sem kunna að reikna hafa örugglega fundið það út strax að þá eru 4.6kg farin.

Þetta þýðir það líka að aftur get ég sett nýja tölu þegar þrekþjálfinn í World Class spyr mig hvað ég sé þung Grin


Gengur hægt en mjakast þó

Jæja, það voru bara 300gr niður í gær, en niður var það.

Þá eru komin 4 kg á 5 vikum (og 34 kg eftir)

Ég hafði líka aðeins svindlað á matarræðinu, þ.a. það var bara líkamsræktin sem á heiðurinn af árangri þessarar viku


Einn, tveir og allir fagna saman!

Mæling fjögur og 800gr í viðbót horfin.

Það gera 3,7kg á 4 vikum! (og 34,3 kg eftir)

"Þabbara típrósent" af upphaflega markmiðinu!

Ég stefni á tuttugu og fimm prósenta markið fyrir 1. júlí! 


Mæling þrjú!

LoL

700gr farin til viðbotar - í heildina 2.9kg farin og 35.1kg eftir.

Þetta mjakast og með þessu áframhaldi verð ég flott þegar ég gifti mig. 


Er Villi prins að fá skalla??

...ég bara spyr!

Villi skalli


mbl.is Vilhjálmur prins fær vængi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jibbí jei - jibbí jibbí jei....

Mæling tvö í gær og heil 1,5kg fokin á einni viku. Það gera 2,2kg frá upphafi...

Brjálað að gera í vinnunni - gleðiblogg seinna! Tounge


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband