Geeiiisssp!

Ég er sybbin og ég get bara sjálfri mér um kennt - og kannski aðeins Sophie Kinsella. Ég keypti mér bók um daginn til að hafa í lestarferðunum til og frá vinnu. Þar sem ég les mikið af fræðigreinum í vinnunni ákvað ég að sleppa venjulegu krimmafíkninni minni og valdi bók sem virkaði heilalaus, fyrirsjáanlegur, kjánalegur rómans. Jú, mikið rétt, heilalaus, kjánalegur rómans var þetta, en einhverra hluta vegna tókst mér að klára hana á 2 dögum í stað 2 vikna eins og til stóð. (Ég hef grun um að næsta Amazon-sending innihaldi nokkuð af bókunum hennar Sophie.) Í stað þess að standa við áætlunina og lesa bara á meðan ég bíð eftir lestinni og í lestinni, dró ég bókina upp bæði í fyrrakvöld og gærkvöldi og kláraði hana! Var að lesa framyfir miðnætti bæði kvöldin og það eftir að hafa verið fyrripart kvöldsins að mála hornið sem Stubburinn á uppi á Skessuhæð.

Skessuhæð er samheiti fjölskyldunnar (valið af Stubbnum) yfir háaloftið okkar hér í Niðurlöndum. Það er fjórskipt: Þvottahús, leiksvæði, tölvuherbergi og geymsla - og bara útveggir, engin skilrúm nema ímynduð mörk. Við ákváðum að tíma ekki að kaupa plastparket á Skessuhæð og keyptum málningu á gólfið. Sú hugmynd vatt upp á sig og nú er fjórðungur Stubbsins orðinn ansi skrautlegur: Blár himinn og ský á veggjunum, gólfið er eins og græn eyja umlukin vatni og vegakerfi er í smíðum á eyjunni. Verkefni kvöldsins verður að strika vegamerkingarnar og aðrar fíniseringar svo hægt sé að raða upp dótinu og hleypa Stubbnum upp.

Kannski ég skelli inn mynd þegar allt er tilbúið...


Mastercard hafði af mér háar upphæðir.

Rétt eins og konan í Barcelona notaði ég mastercard kortið mitt í byrjun október, alveg sambandslaus við Ísland og hafði ekki hugmynd um þær sveiflur sem voru í gangi. Þessi innkaupaferð var nauðsynleg þar sem við vorum búin að fá afhenta íbúðina og þurftum að skella málningu á veggina, plastparketi á gólfin og skápum í herbergin áður en börnin og húsgögnin mættu á svæðið. Dagana 3. og 4. október fórum við skötuhjúin þrisvar í hraðbanka og borguðum eitt stykki bílaleigubíl fyrir innkaupaferðina, samtals gerðu þetta 827 evrur í framkvæmdir helgarinnar.

Einhverra hluta hluta vegna voru þessar færslur, framkvæmdar 3. og 4. október, ekki færðar inn á kortin okkar fyrr en 7. október, daginn sem "reiknað var á vitlausu gengi". Við þurfum því að borga þetta á genginu 225,76, í stað 188,65 sem var gengið 6. október (það var ennþá lægra dagana sem færslurnar voru framkvæmdar).

Mér reiknast til að Borgun hafi stolið af okkur 30.690 krónum!!!Og þá er ég að reikna með að rétt gengi sé frá 6. nóvember, en ekki þriðja eða fjórða nóvember. Þess fyrir utan er "Mastercard-gengið" töluvert hærra hvern einasta dag sem við notuðum kortin skv yfirlitinu en gengið sem er skráð á heimasíðunni þeirra þá daga.

Ég þarf varla að taka það fram að daginn eftir að þeir "löguðu" gengið (úr 237kr í 226kr) og sögðust "taka á sig töluvert gengistap vegna þess" sagði ég upp kortinu mínu og nú liggur það í snifsum á ruslahaugum Hoogezand-Sappemeer.

Mikið getur maður orðið reiður!


Ég gæti grenjað!

Af hverju gat ég ekki flutt út mánuði fyrr???

Nú er ég í þvílíkum vandræðum með að borga leiguna hér í Hollandi. Ég asnaðist til að taka við fyrirframgreiðslu frá vinnuveitandanum í byrjun mánaðarins og hélt í einfeldni minni að hún yrði dregin af mér í 3-4 skömmtum. Nú var að koma í ljós að þetta voru víst launin sem ég átti að fá í gær. Þ.a. í staðinn fyrir að nota íslenska debetkortið og lifa á núðlum notaði ég þennan pening til að kaupa mat, sængurföt og fleiri nauðsynjar.

Ég á alveg pening heima, það er ekki málið - vandamálið er að koma þessum pening til Hollands svo ég geti borgað leiguna! Nú er bara að krossa putta og vona að elskulegu þjónustufulltrúarnir mínir hjá BYR geti komið þessu í gegn...

Púst*


Markaðsleyfi afturkallað

Mikið asskoti er það skemmtilegt þegar eitt af lyfjunum sem ég er að skoða er tekið af markaði. EMEA hefur ákveðið að ógilda miðlægt markaðsleyfi Rimonabant (sérlyfjaheiti Acomplia) vegna þess að ávinningur af lyfinu telst ekki hafa yfirhöndina yfir áhættu lyfsins lengur.

Ég þarf líklega aðeins að endurskoða lyfin sem ég er með í rannsókninni. Rimonabant átti að vera "prób", þ.e. búið að fá aðvörun, en ekki tekið af markaði, til skoðunar gagnvart lyfjum af sama meiði sem annað hvort eru búin að fá reisupassann, eða teljast vera með gott benefit/risk ratio. Kannski maður hendi offitulyfjunum út um gluggann og taki inn thrombó-lyf í staðinn??


mbl.is Hættulegt megrunarlyf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli það sé ekki best að koma með update?

Þá er hersingin flutt til Hollands, nánar tiltekið til Hoogezand-Sappemeer í Groningen-sýslu. Þetta hefur gengið ágætlega hingað til. Þýskukennslan hjá Halldóri í MR er koma góðum notum og Babelfish er uppáhalds vefslóðin mín.

Stubburinn byrjar í skóla á mánudaginn og er farinn hlakka til. Það er ekkert gaman hanga heima með AuPairinni og Prinsessunni allan daginn. Hjálpardekkin eru farin af hjólinu hans, en það varð bara til þess "hann vill frekar labba". Ég er ekki viss um ég muni skrifa mikið hér inn á næstunni, en ég mun reyna hafa samt eitthvað í gangi. það er ekki allt röflið í mér viðeigandi á barnalands-síðunni, þannig ef mig langar röfla eitthvað annað en fréttir af Hersingunni þá pósta ég það kannski hér...

Fyrsta skrefið í að snuða Fylki um aðstöðu á Hádegismóum?

Tillaga Fylkismanna um fimleikahús og keppnisvöll í knattspyrnu í Hádegismóum hefur verið að velkjast hjá Reykjavíkurborg í nokkurn tíma. Ekki er mjög langt síðan að forsvarsmenn Borgarinnar lofuðu forsvarsmönnum Fylkis að hugmyndin um aðstöðu í Hádegismóum yrði gerð að veruleika.

Síðan fara nokkrir skriffinnar og pólitíkusar til útlanda og allt í einu er Mest-húsið alveg nógu fínt ofaní þessa "hillbilly" hinumegin við Elliðaárnar. Ef þetta verður að veruleika verður engin hagræðing í formi samnýtingar starfsmanna og aðstöðu með keppnisvellinum. Það er alveg vitað mál að ekki er hægt að byggja frekar upp við Fylkisveg og það þekkja allir sem mæta á völlinn upp í Árbæ að bílastæði eru af skornum skammti.

Af hverju ekki að leyfa íþróttafélögunum að koma sér upp almennilegri aðstöðu?


mbl.is Breytist byggingavöruverslun í fimleikahús?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Au Pair óskast!

 Þekkir einhver yndislega stelpu sem gæti hugsað sér að vera hjá okkur í eitt ár? 

 

 Óskum eftir ábyrgðarfullri og opinni au-pair til að gæta 1 árs stúlku og 4 ára drengs.

Drengurinn verður í skóla hluta af degi og felst vistin m.a. í því að sinna stúlkunni yfir daginn, fara með og sækja drenginn í skóla og sinna eftir skóla auk léttra heimilisstarfa.

Við erum ung fjölskylda og opin fyrir því að taka á móti góðri stelpu inn í fjölskylduna okkar. Hún þarf helst að vera orðin 19 ára, ábyrgðarfull, dugleg, njóta þess að hugsa um börn og vera opin. Enginn bíll verður á heimilinu og því er bílpróf ekki skilyrði, en au-pairin fær hjól til afnota og strætókort (ef hún óskar þess). Reykleysi er ekki skilyrði, en fjölskyldan er reyklaus og ekki er leyfilegt að reykja í húsnæði fjölskyldunnar eða innan um börnin.

Fjölskyldan er að flytja til Groningen í norður Hollandi í byrjun október og því væri æskilegt að au-pairin gæti hafið störf ekki seinna en 13. október. Það er þó umsemjanlegt.

Frekari upplýsingar fást hjá arnahrund@hotmail.com.


Í fréttum er þetta helst:

Litla fjölskyldan í Árbænum er að demba sér út í ævintýri. Þetta er ekkert lítið ævintýri - heil 4 ár af ævintýri. Við verðum ekki mikið lengur litla fjölskyldan í Árbænum - við verðum litla fjölskyldan í Groningen...

Jamms - við ætlum að flytja til Hollands! Tounge

Ég var orðin þreytt á volæðistalinu og kreppumasi hér á klakanum og sótti um í doktorsnámi í Hollandi í einhverju bríaríi. Viti menn - mér var bara boðið út í viðtal og fékk stöðuna.

Núna er líka allt á milljón - leigja út kotið okkar, finna hús úti, finna skóla fyrir Stubbinn og daggæslu fyrir Prinsessuna. (Litli stubburinn að byrja í skóla - það er nefnilega 4 ára skólaskyldan í Hollandi). Ég er farin að skoða skipaferðir og skipulagshæfileikarnir eru komnir á yfirsnúning. Búið að kaupa flugmiða fyrir 2 aðra leiðina, bóka hótel í 2 nætur og bílaleigubíl í 3 daga. Allt að gerast... tjah, Nex á reyndar eftir að fá vinnu og ég sé fram á að þurfa að vera í íbúð með engu nema svefnsófa í viku á meðan gámurinn fer í gegnum tollinn, en það eru bara smámunir Cool

Fiðrildin í maganum á mér hafa ekki stoppað síðan við komum heim frá Spáni - þetta hefur verið svo fjarlægt fram að þessu, en nú er blessaða Spánarferðin búin og ekkert annað að gera að að byrja á undirbúningi flutninga.

Spennó, ekki satt?? 


Lagaðist aðeins

Jæja, ég náði að laga aðeins klúðrið frá síðasta mánudegi með því að skreppa saman um 700g í gær - vantar annað eins og rúmlega það í næstu viku til að hreinsa klúðrið.

Brjálað að gera í vinnunni - Cjah 


Hvur $&%#%$%%

Þarna fékk ég letina alveg í hausinn! Engin mæling í síðustu viku og á milli mælinga hef ég: haldið útskriftarveislu fyrir Nex, étið helling af afgöngum úr veislunni, farið í sumarbústað og til Hollands og ekkert komist í World Class - Viti menn hellingur af "hundraðgrömmum" bættust á mig.

 Eins gott að ég er að komast aftur í hóptímana hjá einkaþjálfaranum - farin að skrifa í matardagbókina! 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband