Af hverju á þetta að koma á óvart?

Ég skil ekki alveg að það að taka út séreignarlífeyrissparnað lækki námslán komi fólki á óvart. Við tékkuðum á því til að vera viss (sem var ekki erfitt), en gerðum ráð fyrir því allan tímann að úttektin okkar myndi lækka námslánin hans Nex. Við gáfum LÍN upp heildarúttekt séreignarsparnaðar auk launa og atvinnuleysisbóta hér í Hollandi, þ.a. ég hef ekki áhyggjur af þessu. Auk þess mætti skilja af fréttinni að námslánin skerðist sem nemur upphæð úttektarinnar, en í raun skerðast lánin sem nemur 10% af upphæð úttektar séreignarsparnaðar.

 Hins vegar hef ég töluverðar áhyggjur af styrkingu krónunnar svona rétt fyrir útborgun námslána. Ef hún heldur áfram sé ég fram á að útborguð námslán í krónum verði 12% lægri en áætlunin um áramót - þar sem lánsloforðið er í evrum. Mér fyndist réttlátara að gengið sem LÍN miði við sé meðalgengi á tímabilinu sem lánið nær til.


mbl.is Sparnaður skerðir lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er samt skrýtið að úttekt á sparnaði geti skert námslánin, sparnaðurinn er jú tilkominn vegna tekna sem þegar er búið að afla og því held ég að einhver ætti að spyrja að því hvort ekki sé ólöglegt að tvítelja tekjur fólks á þennan máta? Jafnvel þótt skattlagningu teknanna hafi verið frestað.

Ætti þá ekki, til að gæta jafnræðis, að telja til tekna á sama máta bankainnistæður þeirra sem námsmanna sem eiga slíkar og hafa af þeim fjármagnstekjur, þótt litlar kunni að vera. Ég sé ekki muninn á þessu tvennu.

Páll (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband