Falleg nöfn

Litla danska prinsessan hefur fengið runu af fallegum nöfnum. Týpískt kóngafólk að nefna 4 löngum nöfnum, en ekki verra fyrir því.

Vangaveltur um nafn á okkar eigin prinsessu eru hafnar. Móðursystur mínar reyndu eins og þær gátu að veiða eitthvað upp úr mér í garðveislunni á laugardaginn, en það er lítið hægt að veiða ef ekkert er búið að spá LoL Ég verð samt að viðurkenna að við höfum kastað á milli okkar hugmyndum í hálfkæringi, þó Nex sé ekkert alltof hlynntur því að spá í þessu fyrr en Ballerína er fædd. Við erum þó sammála um tvennt: Við munum ekki nota millinafn og nafnið verður ekki þannig að hægt sé að stytta í gælunafn.

Það getur samt vel farið svo að Ballerína fái álíka langloku og Bella litla í Danaveldi. 


mbl.is Dönsk prinsessa nefnd Ísabella
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband