4.7.2007 | 13:19
Líklega ólöglegt - að mínu mati siðlaust - alveg pottþétt ófaglegt!
Æ,æ,æ!
Ég eiginlega veit ekki hvernig ég á að byrja og hve djúpt ég á að kafa. Sem lyfjafræðingur hef ég mjög illan bifur á svona framtaki. Það er ekki nóg með að farið sé á sveig við allar reglur, heldur er eðlileg þjónusta við sjúklingana engin.
Þeim sem afhenda lyf ber skylda til að ganga úr skugga um að lyfið sé rétt afgreitt. Þess vegna er það yfirleitt aldrei sami aðilinn sem skrifar lyfseðilinn og afgreiðir lyfið. Þar að auki eru apótekin með tvöfalt eftirlit, þar sem lyfjafræðingur kvittar út lyfið og lyfjatæknir les yfir að auki. Ef skilaboð þurfa að berast sjúklingi vegna notkunar lyfsins er þeim komið á framfæri í apótekinu. Læknir staðsettur í Svíþjóð sem sendir í póstkröfu hefur ekki þetta samband við sjúklinginn.
Markaðsleyfishafar lyfja bera einnig töluverða ábyrgð. Þeim ber að fylgjast með því að lyfin standist kröfur markaðsleyfisins, að fylgiseðlar séu á íslensku og að safna saman upplýsingum um aukaverkanir og milliverkanir frá yfirvöldum erlendis. (Ég fjalla um aukaverkanatilkynningar í þessum pistli.) Markaðsleyfishafarnir þurfa að gefa út reglulega skýrslu um pharmacovigilance (lyfjagát) lyfsins og koma á framfæri til yfirvalda ábendingum um hvort að aukning sé í tilkynningum erlendis o.s.frv. Læknir staðsettur í Svíþjóð sem sendir í póstkröfu getur ekki uppfyllt þessi skilyrði.
Æ, það er svo margt annað sem mig langar að kommenta á þetta. Þar sem þetta er síðasti góðviðrisdagurinn í bili ætla ég að fresta því fram á kvöld eða morgun. Ég mun alveg örugglega deila með ykkur hugleiðingum mínum um leiðir til að lækka verð á samheitalyfjum.
Býður ódýrari lyf á netinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:21 | Facebook
Athugasemdir
Ég er sammála þér, trúi ekki að þetta verði leyft.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 4.7.2007 kl. 13:22
Áttaði mig ekki á þessari hlið, málsins. Samt sem áður þá finnst mér þetta óréttlátt gagnvart markaðinum hér heima. Það eru smáfyrirtæki sem eiga enga von ef þetta gengur upp.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 4.7.2007 kl. 14:08
Já, skemmtileg rök þetta. Hins vegar er það nokkuð hæpið að það standist lög að senda svona í póstkröfu á milli landa þegar ekki má gera það á milli landshluta. Ekki má heldur horfa fram hjá þjónustuskyldum lyfjafræðinga við sjúklingana og er öryggið því ótvírætt meira í persónulegri þjónustu en í sendingum af þessu tagi.
Varðandi skráningarnar: Nú starfa ég við lyfjaskráningar í Evrópu og hef því mjög mikla reynslu af miðlægum skráningum. Í dag eru nokkrir flokkar lyfja (frumlyfja) sem þarf að skrá í CP (Centralized Procedure) vegna eðli þeirra (t.d. krabbameinslyf). CP ferli annarra lyfja er valfrjálst, en þá þurfa lyfin að uppfylla ákveðin skilyrði. Samheitalyf geta ekki farið í CP nema frumlyfið hafi verið skráð með CP, en þá getur samheitalyfjafyrirtækið valið hvort skráð er í stöku landi eða með CP. (ok, nú er þetta farið að verða tæknimál)
Aðrar miðlægar skráningar eru MRP (Mutual Recognition Procedure) og DCP (De-Centralized Procedure) en þar eru lönd valin inn í ferlið og því ekki öll Evrópulönd sjálfkrafa með. Í raun heyrir það til undantekninga að Ísland sé þáttakandi í slíku ferli - því miður. Pistillinn sem ég ætla að skrifa í kvöld tekur betur á þessu.
Það væri forvitnilegt ef fróður fræðingur hjá Lyfjastofnun gæti frætt okkur um það hversu mörg lyf (sérstaklega samheitalyf) eru CP skráð á Íslandi (eða MRP/DCP skráð og Svíþjóð hluti af sama ferli). Miðað við upplýsingar frá samtökum frumlyfjaheildsala á Íslandi er verð frumlyfja ekki marktækt hærra á Íslandi en í nágrannalöndunum, munurinn liggur helst hjá samheitalyfjum.
Og af hverju að halda úti Lyfjastofnun? Getum við ekki bara viðurkennt allt sem Svíar viðurkenna? Og þá af hverju að halda úti apótekum - við pöntum þetta bara af netinu!
Ef rétt reynist að það sé löglegt að flytja inn lyf á þennan hátt frá Svíþjóð, af hverju ekki Spáni? Það er enn ódýrara þar. Eða Mexíkó? Eða bara lægstbjóðanda á E-bay????
Nexa, 4.7.2007 kl. 16:39
Nexa: Þú veist ekki hvar þú átt að byrja og kafar ekki djúpt en sem lyfjafræðingur hefur þú jú skiljanlega illan bifur.
Hlakka til að lesa greiningu þína á ólögmæti þess að læknirinn sendir (ekki selur- læknar selja ekki lyf) "ömmu" á Hjarðarhaga tásveppalyf, sem og önnur lyf, fyrir brot af kostnaði hérlendis og þ.a.l. aukið hennar lífsgæði.
Nanna: "Samt sem áður þá finnst mér þetta óréttlátt gagnvart markaðinum hér heima" ertu að grínast! hvaða smáfyrirtæki áttu við actavis (logotag: "creating value in pharmaceuticals") eða apótekin?
Hlakka til þess að sjá áframhaldandi umfjöllun um málið,
kv. th.
Tryggvi H., 4.7.2007 kl. 22:39
Nei ekki actavis
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 5.7.2007 kl. 11:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.