18.7.2007 | 11:03
Allir á völlinn!
Stelpurnar okkar verða á Laugardalsvelli kl 19:15. Ég hvet alla til að mæta og styðja efnilegu stúlkurnar okkar.
Þar sem leikurinn mun dragast inn á háttatíma Stubbsins ætla ég samt að láta mér nægja að mæta á Fylkisvöllinn kl 16 og sjá Pólland - England. Á föstudag kl 16 er stefnan aftur tekin á Fylkisvöll til að sjá Þýskaland - Noreg. Ætli maður skreppi ekki þaðan á Kópavogsvöll kl 19:15 til að sjá okkar stelpur taka á móti dönsku stelpunum.
Ég tel nokkuð góðar líkur á því að við munum sjá efnilegustu knattspyrnukonur Evrópu þessa vikuna.
Eina vandamálið er að ég veit ekki hverja ég mun styðja á Fylkisvellinum. Ætli ég fagni ekki bara hverju marki sem er skorað.
![]() |
Flautað til leiks á EM |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.