Óþolinmæði ökumanna

Ég átti leið þarna um daginn og blöskraði framkoma annarra ökumanna.

Ég var á leið heim af ættarmóti á Kjalarnesinu og keyrði á löglegum hraða eins og endranær. Ég átti ekki orð yfir hve margir sáu ástæðu til að taka framúr mér á hlykkjóttum vegaköflum og jafnvel yfir óbrotna línu. Stubburinn lærði orðið Brjálæðingur í þessari ferð. 

Þegar kom að gatnamótunum við Þingvallaveg dró ég enn úr hraða og fylgdi skiltunum, úr 90 í 70 og síðan í 50 (hámarkshraðinn var ekki kominn niður í 30 þegar þetta var). Ég hélt að jeppinn fyrir aftan mig myndi keyra á mig! Ökumaðurinn var orðinn eldrauður í framan, enda var ég búin að þvælast fyrir honum "alla leiðina" frá bílastæðunum við Esjuna. Hann var sko búinn að sýna takta til framúraksturs tvisvar á þessum stutta kafla, en varð frá að hverfa vegna umferðar á móti.  Á fyrsta hringtorgi í Mosfellsbæ brunaði jeppinn framúr - með börn í bílnum! 


mbl.is Lögregla kölluð til vegna tillitsleysi ökumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garún

Sammála.....kíktu á bloggið mitt.  Við ættum kannski að vera þakklátar fyrir að eiga svona góða að.....ha...helv. dónaskapur

Garún, 22.7.2007 kl. 16:53

2 Smámynd: Ingi B. Ingason

Þegar menn liggja svona í rassgatinu á manni þegar maður er ekki keyrandi of hægt, heldur einfaldlega bara að keyra á löglegum hraða, þá á maður bara að tappa nokkrum sinnum á bremsuna, svo að bjáninn fyrir aftan skilji það að maður ætlar ekki að hraða á sér. Svo þegar hann tekur fram úr þá ber maður vel á flautuna. En að öðru máli....þú segist hafað verið með mér í bekk, en ég næ bara engan veginn að tengja - það að þú hafir kýlt Didda segir mér ekkert, þar sem að Diddi var oft kýldur, og það að hann hafi verið kýldur af "stelpuræksni" segir mér heldur ekkert, þar sem að Diddi var mjög oft laminn af krúsílegum stelpum. En svei mér þá.....ég held að það hafi verið Diddi sem að sprautaði úr slökkvitækinu - hann fór alltaf aðeins of langt í því að reyna að vera töffari....og by the way, á þessum tíma átti ég allt með Zeppelin og Deep Purple, en var þó á þessum tíma farinn að kynna mér heldur súrari tónlist frá ðe seventís, eins og td Emerson Lake & Palmer - GNR þótti betra dæmi hvað varðar einkennin....;)

Ingi B. Ingason, 23.7.2007 kl. 13:25

3 Smámynd: Ingi B. Ingason

Jú ég man alveg vel eftir þér, þó það sé nú orðið assskoti langt síðan. Ég sá þig nú ekki á reunioinu sem að var á Solon fyrir nokkrum mánuðum. Eða gerði ég það kannski?? haha...það var ringlandi kvöld. Allavega - gaman að rekast á þig hér, vonandi gengur allt vel ;)

Ingi B. Ingason, 23.7.2007 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband