25.7.2007 | 13:11
Töff verður halló með tímanum
Nú er ég byrjuð að vinna heima og nýt þess í botn.
Bakið hefur lagast talsvert og vil ég meina að það sé stöðugu stólaflakki að þakka, auk þess sem LaZboy stóllinn er mjög vinsæll. Asskoti er það ljúft að liggja í þægilegum stólnum, með Vh1 í gangi og fartölvuna í fanginu.
Já, ég ákvað að splæsa í minnsta pakkann á ADSL-sjónvarpinu (Skjárinn) og er því með kveikt á sjónvarpinu allan daginn. Ég er búin að komast að því að það er best að hafa Vh1 í gangi, þá næ ég að halda athyglinni að vinnunni, en er samt með (yfirleitt) góða tónlist í eyrum.
Þessi Vh1 síbylja hefur reyndar kennt mér eitt: Átrúnaðargoðin frá því ég var í gaggó fyrrihluta síðasta áratugar eldast ekkert sérlega vel. Mikið gat maður hlegið að hallærislegu eitís útlitinu, en nú sé ég það að 501 buxurnar og flannelskyrturnar voru ekkert sérlega smart. Og hárið! Jedúddamía!
Þegar maður fer að spá í því þá voru fötin frá þessum tíma ætluð til að gera unglinga að körlum og kerlingum.
Nostalgían hellist yfir mig við þessa upprifjun: Ég nenni ekki að blogga meira, ætla að slökkva á Vh1 og skella Clueless í tækið. Stórleikur Aliciu Silverstone sem hin ofdekraða Cher er bara æði! Paul Rudd hættir heldur ekkert að vera sætur þrátt fyrir Levi's 501 og flannelskyrtu. Nammm...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.