Færsluflokkur: Bloggar

Falleg nöfn

Litla danska prinsessan hefur fengið runu af fallegum nöfnum. Týpískt kóngafólk að nefna 4 löngum nöfnum, en ekki verra fyrir því.

Vangaveltur um nafn á okkar eigin prinsessu eru hafnar. Móðursystur mínar reyndu eins og þær gátu að veiða eitthvað upp úr mér í garðveislunni á laugardaginn, en það er lítið hægt að veiða ef ekkert er búið að spá LoL Ég verð samt að viðurkenna að við höfum kastað á milli okkar hugmyndum í hálfkæringi, þó Nex sé ekkert alltof hlynntur því að spá í þessu fyrr en Ballerína er fædd. Við erum þó sammála um tvennt: Við munum ekki nota millinafn og nafnið verður ekki þannig að hægt sé að stytta í gælunafn.

Það getur samt vel farið svo að Ballerína fái álíka langloku og Bella litla í Danaveldi. 


mbl.is Dönsk prinsessa nefnd Ísabella
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Duglegur fótboltastubbur

Fótboltastubburinn fór á sína aðra fótboltaæfingu í gær. Þessi æfing tókst nokkuð betur en sú fyrsta, þar sem eigingirni á boltann kom í veg fyrir þátttöku.

Fótboltastubburinn fékk smá upphitun með kölkuðum markmanni (mömmu sinni) áður en æfing hófst og var orðinn ansi laginn við útspörkin. Æfingin hófst formlega með upphitun, en strákarnir áttu að fara í stórfiskaleik. "NEI! Ég vil spila fótbolta!" sagði minn og sat með mömmunum í brekkunni á meðan á stórfiskaleiknum stóð. Þegar honum var lokið var drengjunum raðað upp í tvöfalda röð og áttu þeir að sparka bolta á milli sín. Jú, þetta var nærri lagi, en mamma átti að vera með.

Smám saman tókst Bumbulínu að fikra sig af sparkvellinum og til hinna monthænanna í brekkunni. Sá stutti sýndi sig og sannaði, tók fullan þátt í æfingunni og hlýddi öllu sem þjálfarinn sagði. Nokkuð gott hjá dreng sem á enn 2 mánuði í að verða þriggja-og-hálfs. Montimont! Það var ekki að sjá að hann væri mikið yngri en hinir, enda stór eftir aldri.

Yfirlýsingin í bílnum á leiðinni heim var alveg eftir efninu: "Mamma, ég skoraði!" - Hvernig hann fór að því veit ég ekki, því ekki sá ég hann komast nálægt boltanum á meðan þeir spiluðu. 


Veruleikafirring eða enn ein skröksagan?

OK, stundum halda slúðurblöðin að við séum vitlaus - eða er fræga fólkið kannski bara svona veruleikafirrt?

Það er soldið erfitt að ætla að eignast tvíburastráka án aðstoðar læknavísindanna - og með aðstoð læknavísindanna væri það siðlaust! (Þ.e. að velja fósturvísa eftir kyni)

Og hvað er málið að ætla að nefna ófædd (og líklega ógetin) börnin eftir uppáhalds teiknimyndapersónum eldra barnsins? Það held ég að sá eldri fá allverulega "Big-Brother" complexa, þ.e. mikla þörf fyrir að "eiga" og stjórna yngri systkinum.

Ég vona bara Betu og fjölskyldu hennar vegna að þetta sé enn ein spunasagan frá sorpritunum.


mbl.is Tvíburastrákar efstir á óskalistanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki spurning

Er ekki í tísku að koma til Íslands á tónleikaferðalag? Mikið svakalega ætla ég að vona að goðin komi aftur hingað - það þyrfti þá ansi marga villta hesta til að halda mér fjarri þeim tónleikum!

Kannski maður reyni að henda reiður á því hvert Loftfarið ætlar vorið 2009? Það væri dálagleg brúðkaupsferð að skella sér á tónleika.

Kannski ég bara njóti þess að bylta mér enn eina svefnlausa nóttina, ef ég næ að láta mig dreyma um tónleika með hljómsveitinni sem hefur verið í uppáhaldi 2/3 hluta lífs míns.

Kannski ég spili nokkur lög af ipodinum mínum fyrir Ballerínuna og vona að hún mjaki sér niður undan bringubeini og gefi mömmu sinni smá pásu frá brjóstsviðanum?

Kannski ég bara venji mig af því að byrja allar setningar á kannski? 


mbl.is Led Zeppelin að snúa aftur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hmmm...

Leikskóladeild ... ungur drengur með eld ...

Hvernig nær barn á leikskólaaldri í eldfæri???


mbl.is Skjót viðbrögð komu í veg fyrir bruna í Akurskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli það komi annar gestaráðgjafi eftir þennan?

Mikið væri nú gott ef Heilbrigðisráðuneytið gerði þetta að venju. Taka fyrir ákveðinn málaflokk í forvarnarskyni og leita lausna.

Næst mætti bjóða til starfa sérfræðing í faraldsfræði lyfja og skoða leiðir til að minnka tíðni milliverkana og ónauðsynlegra spítalainnlagna.

Flókið mál - tæki mig næstu tvo tímana ef ég ætlaði að tjá mig frekar...


mbl.is Ráðin í starf ráðgjafa heilbrigðisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá held ég að vinkona mín yrði rekin úr bænum!

Ætli Ríkey hafi sagt eitthvað vitlaust í viðtalstíma hjá Gunnari "the Hut"?
Ég yrði mjög ánægð ef klipparinn minn flytti í Norðlingaholtið og opnaði stofu í bílskúrnum. Þá gæti ég bara labbað í klippingu og ekkert meira vesen að finna bílastæði í miðbænum. Oh, hvað það væri ljúft...

Annars sé ég lítinn mun á því að hafa starfandi dagmömmu eða eina dömu með klipparastól í hverfinu. Jú, það má búast við fimm aukabílum í götuna á háannatíma þegar foreldrar koma með og sækja börnin sín, en klipparinn fær kannski 5-6 heimsóknir dreift yfir daginn. Hvort ætli sé betra?

Annars á ég glamúrvinkonu sem er þekkt fyrir félagslyndi og fór m.a.s. í framboð í vor (ekki með Gunnari "the Hut"). Þessi vinkona mín er mjög vinamörg og heimili hennar er eins og skemmtileg félagsmiðstöð fyrir röflara og besservissara. Ég er nokkuð viss um að umferðin heim til hennar er meiri en á góðum degi hjá Ríkey ... Þegar ég fer að spá í því; ef vinkona mín ætti heima við hlið Ríkeyjar væru þær örugglega orðnar vinkonur (mín dama hefur einstakt lag á að vingast við nágrannana) og þá ætti Ríkey góðan hauk í horni Wink


mbl.is Umsókn um hárgreiðslustól hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vantar vitundarvakningu hjá íslensku heilbrigðisstarfsfólki

Það er ekki nema von að erfitt sé að meta tíðni aukaverkana vegna lyfja á Íslandi. Samkvæmt lyfjalögum ber heilbrigðisstarfsfólki skylda til að tilkynna öll atvik sem telja mætti að séu aukaverkanir eða milliverkanir lyfja. Því miður virðist sem heilbrigðisstarfsfólk sé ekki meðvitað um þessa skyldu og margir læknar virðast ekki vita hvernig skuli koma tilkynningum á framfæri.

Eflaust eru fleiri ríki en Ísland með svipaða laka tíðni tilkynninga, en það skekkir allverulega tölfræðina. Þegar ég var að vinna innganginn að lokaverkefninu mínu tók ég eftir því að notkunarmynstur ákveðinna lyfjaflokka er mjög mismunandi eftir löndum og gríðarlegur munur er á milli heimsálfa. (Lokaverkefnið mitt fjallaði aðallega um notkunarmynstur háþrýstingslyfja og blóðfitulyfja og breytingar á notkun eldri lyfja vegna tilkomu nýrra lyfja). Í núverandi starfi hef ég enn frekar tekið eftir þessum mun, en markaðshlutdeild lyfja getur verið mjög misjöfn milli Evrópulanda.

OK, aftur að efninu: BNF (British National Formulary) er nokkuð þykkur bæklingur í A5-broti og er gefinn út (að mig minnir) 4 sinnum á ári. Þessi bæklingur virkar svipað og Sérlyfjaskráin íslenska, þ.e. er ætluð til að aðstoða þá sem hafa heimild til að ávísa og afgreiða lyf. Ólíkt Sérlyfjaskránni er lyfjunum í BNF ekki raðað í stafrófsröð eftir sérlyfjaheiti, heldur eftir verkun og er miðað við heiti virka efnisins. BNF inniheldur einnig margvíslegar upplýsingar sem heilbrigðisstarfsfólk nýtir sér þegar lyf og skammtar eru ákveðnir, t.d. fyrir börn, við skerta nýrnastarfsemi og annað sem getur haft áhrif á virkni og/eða niðurbrot lyfja. Eintakið mitt (keypt fyrir forvitnis sakir á meðan á námi stóð) er einnig með nokkur eintök af tilkynningareyðublaði vegna gruns um aukaverkanir og/eða milliverkanir lyfja. Læknar og hjúkrunarfræðingar (í Bretlandi mega sumir hjúkrunarfræðingar ávísa ákveðnum lyfjum, dispensing nurse) geta einnig fengið fleiri eyðublöð sér að kostnaðarlausu, sem og lyfjafræðingar í apótekum.

Væri ekki ráð að hin fjársvelta Lyfjastofnun fengi fjárveitingu til að útbúa skilvirk eyðublöð og útdeila á alla starfandi lækna í landinu og í öll apótek? Væri ekki ráð að auka vitund heilbrigðisstarfsmanna um þetta mikilvæga málefni með markvissum hætti? Lyfjakynnar heildsalanna eru alltaf velkomnir með kökurnar og pennana sína. Kannski Lyfjastofnun ætti að fá fjárveitingu til að senda "tilkynninga-kynni" með kökur og eyðublöð? - Bara hugmynd. 


mbl.is Yasmin áfram á markaði í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn ein tilraunin...

Ætli maður sé eitthvað klikkaður?

Hingað til hafa bloggin mín ekki verið mjög langlíf, ef undan er skilin vefdagbókin á barnalandssíðu Stubbsins. Vefdagbók sú var sprelllifandi í u.þ.b. 7 mánuði, eða þar til maður drattaðist út á vinnumarkaðinn, en dó þá hægum dauðdaga. Svo langt leið á milli færslna að ég sá þess kost vænstan að fjarlægja skrifin algerlega. Ætli ég leggi nokkuð í dagbókarskrif fyrir Ballerínuna...

Stubburinn er fótboltastubbur í dag, handboltastubburinn er farinn í frí í bili. Hann er duglegasti stubbur í heimi (að eigin sögn) og er að hjálpa pabba sínum að brjóta saman þvottinn. Einhverra hluta vegna þykir Stubbinum nauðsynlegt að slá flíkunum nokkrum sinnum utan í sófann áður en hægt að leggja í brot. Þetta er óborganlega sjón: 3 ára stubbur í Real Madrid búningi með "Beckham"kamb að slengja flennistóru rauðu handklæði utan í sófann LoL

Jæja, sjáum til hvernig þetta blogg lifir. Nex er reyndar ekkert ánægður með þetta, honum finnst það algjör vitleysa að halda áfram að vinna 75% þegar ljósan er búin að fyrirskipa minnkun í 50% og ætla að blogga þar að auki. Ég veit það eitt að bakið fagnar fjölbreyttu úrvali sæta á heimilinu og því að fartölvan kemst allt.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband